Þjálfari Bayern fengið hundruð líflátshótana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:01 Julian Nagelsmann segist fá líflátshótanir eftir hvern einasta leik, líka þegar liðið vinnur. Roland Krivec/vi/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, þjálfari þýska stórveldisins Bayern München, segist hafa fengið um það bil 450 líflátshótanir eftir að liðið féll úr Meistaradeild Evrópu gegn Villareal í vikunni. Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira