Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:00 Þröstur Emilsson hóf störf hjá ADHD-samtökunum árið 2015 en hann starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Honum var sagt upp störfum eftir að upp komst um fjárdráttinn árið 2018. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna. Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna.
Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent