Fótbolti

Þakka stelpunum okkar fyrir stuðninginn

Sindri Sverrisson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var með gult og blátt fyrirliðaband, í fánalitum Úkraínu, í síðustu leikjum.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var með gult og blátt fyrirliðaband, í fánalitum Úkraínu, í síðustu leikjum. Skjáskot/Vísir/Hulda Margrét

Um leið og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sigrana tvo gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi, og steig stórt skref í átt að HM, sýndi liðið stuðning við úkraínsku þjóðina með táknrænum hætti.

Á Twitter-síðu úkraínskrar kvennaknattspyrnu er Íslendingum, Pólverjum, Norðmönnum og fleirum þakkað fyrir sýndan stuðning við Úkraínu í nýafstöðnum landsleikjum.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir bar fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu, bæði í leiknum við Hvíta-Rússland í síðustu viku og gegn Tékklandi í gær, í undankeppni HM. Hún var áberandi í leikjunum og skoraði í þeim báðum.

Leikurinn við Hvít-Rússa fór fram í Belgrad í Serbíu þar sem að UEFA leyfir ekki leiki í Hvíta-Rússlandi á meðan að stjórnvöld þar styðja við innrás Rússa í Úkraínu. Hollenska knattspyrnusambandið gekk lengra og neitaði að láta lið sitt spila við Hvíta-Rússland í gær, svo þeim leik hefur verið frestað um óákveðinn tíma.


Tengdar fréttir

„Ég ætla að fara á HM áður en ég hætti“

„Þessi leikur fór kannski bara eins og við bjuggumst við,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir mikilvægan sigur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í dag.

„Elskum við ekki svona?“

Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu.

„Boltinn fór í lærið og eitthvað“

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×