Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2022 14:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21
Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52