Innlent

RÚV sagt hæðast að framboðslista með umtöluðu innslagi

Snorri Másson skrifar

Frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavíkur hefur tilkynnt Ríkisútvarpið til Fjölmiðlanefndar og Persónuverndar fyrir innslag í kvöldfréttum 7. apríl. Hann segir Ríkisútvarpið með frétt sinni hafa dregið dár að framboðinu.

Framboðið sem um ræðir er E-listinn, Reykjavík besta borgin. Oddviti listans er Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur, sem í umræddu innslagi sést skila inn meðmælendalista til kjörstjórnar á síðustu stundu.

Innslagið má sjá hér að ofan, en það var tekið fyrir í Íslandi í dag. Einnig var fjallað um Twitter-færslu Friðjóns Friðjónsssonar, þar sem bent er á náinn skyldleika fjölda fólks á listanum við oddvitann.

Að öðru leyti virðast netheimar mjög ánægðir með innslag Ríkisútvarpsins, í tísti þar sem fréttinni er deilt segir: „Þessi frétt. Þetta er eins og besta raunveruleikasjónvarp í bland við Klovn og Curb.“

Í frétt Kjarnans um viðbrögð framboðsins við innslaginu er haft eftir fulltrúa framboðsins: „Það er mat fram­boðs­ins að umfjöllun RUV sé til þess fallin að brengla lýð­ræð­is­legt ferli strax í upp­hafi kosn­inga­bar­átt­unn­ar.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.