Forsætisráðherra Pakistan steypt af stóli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 20:17 Imran Khan var vinsæll krikketspilari. Carl Court/Getty Images Imran Khan, fyrrum krikketstjarna og forsætisráðherra Pakistan, hefur verið steypt af stóli eftir að vantrauststillaga, sem stjórnarandstaðan lagði fram í síðustu viku, var staðfest nú í Hæstarétti. Khan rauf þing fyrir tæpri viku síðan og boðaði til nýrra þingkosninga, en þá hafði hann naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. Mikil stjórnmálaóvissa hefur ríkt í landinu undanfarna daga eftir að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti. Forseti þingsins kom í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um tillöguna færi fram að ganga og sagði hana stangast á við stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan gagnrýnin á Khan Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnin á Khan og sagt honum hafa mistekist að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og segja spillingu hafa grasserað á valdatíð hans. Khan heldur því fram að vantrauststillagan hafi verið af frumkvæði Bandaríkjamanna, yfirlýsing sem yfirvöld í Washington segja enga stoð hafa í raunveruleikanum. Khan var vinsæll krikketleikmaður áður en hann sneri sér að pólitíkinni árið 2018 og vann yfirburðarsigur með stuðningi pakistanska herins. Enginn einasti forsætisráðherra hefur klárað fimm ára kjörtímabilið frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Herforingjar hafa þá stjórnað landinu reglulega. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Farrukh Habib sagði í vikunni að nýjar kosningar yrðu haldnar innan níutíu daga þó svo að ákvörðunin sé þegar uppi er staðið í höndum forseta og landskjörstjórnar. Ríkisstjórn Khans hefur verið leyst upp en hann mun fara áfram með stöðu forsætisráðherra fram að kosningum. Fyrsti sem hættir vegna vantrausts Forsætisráðherrann er sá fyrsti sem hættir vegna vantrauststillögu en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni að Khan hefði brotið stjórnarskrárákvæði þegar hann kom í veg fyrir kosningu um tillöguna og leysti upp þing. Nokkrir þingmenn innan stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherrann um landráð í kjölfarið en Khan og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að stjórnarandstöðuflokkarnir í Pakistan vinni með erlendu ríki. Hann sé sjálfur fórnarlamb pólitísks samsæris, segir hjá Breska ríkisútvarpinu. Pakistan Tengdar fréttir Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Khan rauf þing fyrir tæpri viku síðan og boðaði til nýrra þingkosninga, en þá hafði hann naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. Mikil stjórnmálaóvissa hefur ríkt í landinu undanfarna daga eftir að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti. Forseti þingsins kom í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um tillöguna færi fram að ganga og sagði hana stangast á við stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan gagnrýnin á Khan Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnin á Khan og sagt honum hafa mistekist að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og segja spillingu hafa grasserað á valdatíð hans. Khan heldur því fram að vantrauststillagan hafi verið af frumkvæði Bandaríkjamanna, yfirlýsing sem yfirvöld í Washington segja enga stoð hafa í raunveruleikanum. Khan var vinsæll krikketleikmaður áður en hann sneri sér að pólitíkinni árið 2018 og vann yfirburðarsigur með stuðningi pakistanska herins. Enginn einasti forsætisráðherra hefur klárað fimm ára kjörtímabilið frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Herforingjar hafa þá stjórnað landinu reglulega. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Farrukh Habib sagði í vikunni að nýjar kosningar yrðu haldnar innan níutíu daga þó svo að ákvörðunin sé þegar uppi er staðið í höndum forseta og landskjörstjórnar. Ríkisstjórn Khans hefur verið leyst upp en hann mun fara áfram með stöðu forsætisráðherra fram að kosningum. Fyrsti sem hættir vegna vantrausts Forsætisráðherrann er sá fyrsti sem hættir vegna vantrauststillögu en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni að Khan hefði brotið stjórnarskrárákvæði þegar hann kom í veg fyrir kosningu um tillöguna og leysti upp þing. Nokkrir þingmenn innan stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherrann um landráð í kjölfarið en Khan og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að stjórnarandstöðuflokkarnir í Pakistan vinni með erlendu ríki. Hann sé sjálfur fórnarlamb pólitísks samsæris, segir hjá Breska ríkisútvarpinu.
Pakistan Tengdar fréttir Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26