Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2022 18:31 Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaða. Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölur á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaðar. „Þarna kemur á óvart að Bankasýslan hafi ákveðið að selja bankann til svokallaðra fagfjárfesta í stað þess að einskorða sig við stofnanafjárfesta. En stofnfjárfestar eru þeir sem geta stutt við bankann ef að illa fer og eru langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir. En Bankasýslan opnar fyrir fagfjárfesta sem reynast svo, eftir að listi er birtur yfir þá, vera að megninu til minni fjárfestar sem kaupa niður í allt að milljón. Slíkir fjárfestar ættu ekki að njóta sérkjara eins og í þessu útboði heldur kaupa á markaði eins og allur annar almenningur,“ segir Guðrún. „Það er ekkert afrek að selja þessa hluti í bankanum á lægra verði en gengur og gerist á markaði heldur er það algjörlega viðbúið að það sé hægt að losa eignina með slíkum afslætti. Þannig að þegar á heildina er seljandinn að veita afslátt af eigninni þannig að eigandinn verður fyrir tjóni,“ segir Guðrún. Óviðunandi að veita afslátt Hún segir alveg óviðunandi að Íslandsbanki hafi verið seldur með afslætti bæði nú og í fyrra. „Það var algjör óþarfi að veita afslátt á hlut ríksins í bankanum. Það var lagt upp með það að selja með miklum hvelli í heimsfaraldri í fyrra og rökin voru þau að það ætti að ná upp markaðsverði sem að tókst þó að óþarflega mikill afsláttur hafi verið gefinn á þeim tíma sem ég varaði við. Þá var ljóst að Bankasýslan var á villigötum og sá ráðherra sem bar ábyrgð á Bankasýslunni. Og aftur er gefinn afsláttur sem er aftur algjör óþarfi,“ segir hún. Guðrún segir gagnrýni á að einhverjir starfsmenn og eigendur söluaðila hafi líka keypti í útboðinu réttmæta. Þá sé skiljanlegt að fólk sé reitt yfir því að faðir fjármálaráðherra hafi keypt í útboðinu. „Það er náttúrulega almenningur, ríkissjóður sem er að selja verðmæta eign sem hefur skapað ríkinu miklar tekjur á lægra verði en ástæða er til, það er náttúrulega grafalvarlegt og almenningur hlýtur þá að hafa heimtingu á því að þeir sem hafa haldið svona á spöðunum, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir víki hreinlega. Ég get ekki séð að fjármálaráðherra sé treystandi til að selja eignir ríkisins á eðlilegu verði. Hann hlýtur að finna að almenningur treystir honum ekki eða óháðir fagmenn,“ segir hún. Guðrún segir kostnaðinn við útboðið einnig óeðlilegan en átta sölu- og ráðgjafafyrirtæki fá 700 milljónir króna fyrir sölu á bankanum í síðasta útboði. „Það er alvarlegt að skattborgarar og Íslendingar þurfi að sitja undir því ítrekað að eignir þeirra séu seldar á undirverði með þessum hætti. Það er verið að selja ríkiseigur og ef að það á að vanda til verka getur fylgt því kostnaður en hann er alltof hár. Bankasýslan hefur haft mikinn tíma til að vanda til verka við söluna og það var ekki gert,“ segir Guðrún að lokum. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölur á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaðar. „Þarna kemur á óvart að Bankasýslan hafi ákveðið að selja bankann til svokallaðra fagfjárfesta í stað þess að einskorða sig við stofnanafjárfesta. En stofnfjárfestar eru þeir sem geta stutt við bankann ef að illa fer og eru langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir. En Bankasýslan opnar fyrir fagfjárfesta sem reynast svo, eftir að listi er birtur yfir þá, vera að megninu til minni fjárfestar sem kaupa niður í allt að milljón. Slíkir fjárfestar ættu ekki að njóta sérkjara eins og í þessu útboði heldur kaupa á markaði eins og allur annar almenningur,“ segir Guðrún. „Það er ekkert afrek að selja þessa hluti í bankanum á lægra verði en gengur og gerist á markaði heldur er það algjörlega viðbúið að það sé hægt að losa eignina með slíkum afslætti. Þannig að þegar á heildina er seljandinn að veita afslátt af eigninni þannig að eigandinn verður fyrir tjóni,“ segir Guðrún. Óviðunandi að veita afslátt Hún segir alveg óviðunandi að Íslandsbanki hafi verið seldur með afslætti bæði nú og í fyrra. „Það var algjör óþarfi að veita afslátt á hlut ríksins í bankanum. Það var lagt upp með það að selja með miklum hvelli í heimsfaraldri í fyrra og rökin voru þau að það ætti að ná upp markaðsverði sem að tókst þó að óþarflega mikill afsláttur hafi verið gefinn á þeim tíma sem ég varaði við. Þá var ljóst að Bankasýslan var á villigötum og sá ráðherra sem bar ábyrgð á Bankasýslunni. Og aftur er gefinn afsláttur sem er aftur algjör óþarfi,“ segir hún. Guðrún segir gagnrýni á að einhverjir starfsmenn og eigendur söluaðila hafi líka keypti í útboðinu réttmæta. Þá sé skiljanlegt að fólk sé reitt yfir því að faðir fjármálaráðherra hafi keypt í útboðinu. „Það er náttúrulega almenningur, ríkissjóður sem er að selja verðmæta eign sem hefur skapað ríkinu miklar tekjur á lægra verði en ástæða er til, það er náttúrulega grafalvarlegt og almenningur hlýtur þá að hafa heimtingu á því að þeir sem hafa haldið svona á spöðunum, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir víki hreinlega. Ég get ekki séð að fjármálaráðherra sé treystandi til að selja eignir ríkisins á eðlilegu verði. Hann hlýtur að finna að almenningur treystir honum ekki eða óháðir fagmenn,“ segir hún. Guðrún segir kostnaðinn við útboðið einnig óeðlilegan en átta sölu- og ráðgjafafyrirtæki fá 700 milljónir króna fyrir sölu á bankanum í síðasta útboði. „Það er alvarlegt að skattborgarar og Íslendingar þurfi að sitja undir því ítrekað að eignir þeirra séu seldar á undirverði með þessum hætti. Það er verið að selja ríkiseigur og ef að það á að vanda til verka getur fylgt því kostnaður en hann er alltof hár. Bankasýslan hefur haft mikinn tíma til að vanda til verka við söluna og það var ekki gert,“ segir Guðrún að lokum.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58
Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14