Milan misstígur sig í toppbaráttunni

Atli Arason skrifar
Zlatan Ibrahimović og félagar eru í harðri baráttu við Napoli og nágranna sína í Inter.
Zlatan Ibrahimović og félagar eru í harðri baráttu við Napoli og nágranna sína í Inter. Jonathan Moscrop/Getty Images

Topplið AC Milan heimsótti Torino í leik sem Mílanó menn urðu að vinna til að halda sér í bílstjórasætinu í baráttunni um Ítalíumeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld gæti skemmt þær vonir þar sem Milan tókst ekki að skora og leiknum lauk með 0-0 jafntefli.

Gestirnir mættu ekki rétt stilltir til leiks og fyrsta marktilraun þeirra kom ekki fyrr en fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Sóknarleikur Milan var bitlaus og hættulegasta færi leiksins féll sennilega fyrir Torino á 50. mínútu en frábær markvarsla Mike Maignan sá til þess að leikurinn væri enn þá markalaus. 0-0 urðu lokatölur og Milan er áfram taplaust og nú í síðustu 12 leikjum en jafnteflið gerir að verkum að nágrannarnir í Inter geta stokkið upp í efsta sætið með sigri gegn Spezia næsta föstudag.

Milan er áfram í efsta sæti deildarinnar með 68 stig eftir 32 leiki. Inter kemur þar á eftir með 66 stig eftir 31 leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira