Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2022 13:55 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með stöðunni. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. „Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“ Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01
Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25