Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12.

Mannréttindasamtök saka Rússa um stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá svæðum sem Rússar hafa horfið frá. Við segjum frá helstu vendingum stríðsins í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Við ræðum við stjórnarformann Strætó sem skilur ósætti farþega en þjónusta verður skert verulega frá og með deginum í dag. Hann vonar að ástandið sé aðeins tímabundið.

Við segjum einnig frá tímamótum í kórónuveirufaraldrinum, spáum í frönsku forsetakosningarnar sem eru á næsta leiti og greinum frá nýjum búnaði í Sundhöll Selfoss, sem kostaði um 45 milljónir króna.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×