Fótbolti

Bayern gæti verið í veseni eftir að hafa verið með of marga leikmenn á vellinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sést hér ræða við dómarann eftir að  Bayern liðið var allt í einu komið með tólf menn inn á völlinn.
Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sést hér ræða við dómarann eftir að  Bayern liðið var allt í einu komið með tólf menn inn á völlinn. EPA-EFE/RONALD WITTEK

Þýska stórveldið Bayern München gæti verið í veseni eftir að liðið var með tólf leikmenn inni á vellinum í 4-1 sigri liðsins gegn Freiburg í gær.

Undir lok leiksins gerðu þýsku meistararnir tvöfalda breytingu þegar Marcel Sabitzer og Niklas Süle komu inn af varamannabekknum fyrir þá Kingsley Coman og Corentin Tolisso.

Fjórði dómarinn gerði hins vegar mistök þegar skiptingin átti sér stað og sýndi vitlausa tölu á spjaldi sínu. Það varð til þess að Kingsley Coman vissi ekki að hann átti að fara af velli.

Gestirnir í Bayern voru því manni fleiri í 17 sekúndur áður en leikmenn Freiburg bentu dómara leiksins á liðsmuninn. Leikurinn tafðist mjög en hélt þó áfram að lokum með ellefu leikmenn í hvvoru liði.

Málið er nú til skoðunnar hjá þýska knattspyrnusambandinu DFB, en samkvæmt reglum deildarinnar gæti sigurinn verið dæmdur af Bayern. Freiburg þarf hins vegar að öllum líkindum að senda inn formlega kvörtun til að 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×