Man City aftur á toppinn | Magnaður Ward-Prow­se

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kevin De Bruyne kemur Man City 1-0 yfir.
Kevin De Bruyne kemur Man City 1-0 yfir. EPA-EFE/PETER POWELL

Manchester City er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Burnley. Þá skoraði James Ward-Prowse enn eitt aukaspyrnumarkið fyrir Southampton.

Það tók Man City ekki langan tíma að gera út um leikinn gegn Burnley. Kevin De Bruyne kom gestunum yfir strax á 5. mínútu og á 25. mínútu var staðan orðin 2-0 þökk sé marki İlkay Gündoğan.

Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Man City er því komið á topp deildarinnar á nýjan leik, nú með 73 stig á meðan Liverpool er með 72 stig í 2. sæti.

Brighton & Hove Albion og Norwich City gerðu markalaust jafntefli þar sem Neal Maupey brenndi af vítaspyrnu fyrir heimaliðið. Wolves vann 2-1 sigur á Aston Villa og þá gerðu Leeds United og Southampton 1-1 jafntefli.

Ward-Prowse jafnaði metin fyrir Southampton með marki beint úr aukaspyrnu. Hans þrettánda aukaspyrnumark fyrir félagið. Aðeins David Beckham hefur skorað fleiri í ensku úrvalsdeildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira