Dregið í riðlakeppni HM á föstudag: Síðasta séns hjá Messi og Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 09:31 Lionel Messi verður á HM í Katar. Þeir Rodrigo De Paul og Leandro Paredes vonast til að vera þar með honum. Marcelo Endelli/Getty Images Á föstudag kemur í ljós hvaða lið mætast í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs. Enn eiga þrjú lönd eftir að tryggja sér sæti á mótinu. HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira