Dregið í riðlakeppni HM á föstudag: Síðasta séns hjá Messi og Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 09:31 Lionel Messi verður á HM í Katar. Þeir Rodrigo De Paul og Leandro Paredes vonast til að vera þar með honum. Marcelo Endelli/Getty Images Á föstudag kemur í ljós hvaða lið mætast í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs. Enn eiga þrjú lönd eftir að tryggja sér sæti á mótinu. HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira