Dregið í riðlakeppni HM á föstudag: Síðasta séns hjá Messi og Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 09:31 Lionel Messi verður á HM í Katar. Þeir Rodrigo De Paul og Leandro Paredes vonast til að vera þar með honum. Marcelo Endelli/Getty Images Á föstudag kemur í ljós hvaða lið mætast í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs. Enn eiga þrjú lönd eftir að tryggja sér sæti á mótinu. HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira