Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 09:32 Yfirvöld Norður-Kóreu birtu dramatískt og einkennilegt myndband í kjölfar eldflaugaskotsins sem nágrannar þeirra segja nú að sé sviðsett. EPA/KCNA Her Suður-Kóreu segir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sviðsett eldflaugaskot þann 24. mars. Einræðisstjórn Kim Jong Un hafi þóst skjóta Hwasong-17 eldflaug á loft, sem er sú stærsta sem Kóreumenn eiga, en þess í stað skotið smærri og eldri eldflaug af gerðinni Hwasong-15. Sú eldflaug er þó einnig langdrægin, eins og Hwasong-17, en tilraunaskot þeirrar síðarnefndu hafði misheppnast skömmu áður. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmanni úr varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu en sá segir Bandaríkjamenn hafa komist að sömu niðurstöðu. Eldflaugin sem skotið var á loft þann 24. mars lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu hana hafa farið í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lent rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. Reuters segir það í samræmi við greiningu herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og er eldflaugin talin geta farið allt að þrettán þúsund kílómetra. Sjá einnig: Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Nokkrum dögum áður eða þann 16. mars, hafði Hwasong-17 eldflaug sprungið í loft upp skömmu eftir flugtak og brak úr eldflauginni féll til jarðar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Yfirvöld í einræðisríkinu hafa þó enn ekki staðfest að þessi tilraun hafi átt sér stað eða viðurkennt að hún hafi misheppnast. Norður-Kórea birti í kjölfar nýjasta skotsins myndir og myndband sem átti að sýna Kim og eldflaugina sem skotið var á loft. Í myndefninu var sýnd Hwason-17 eldflaug. Greinendur hafa bent á að ósamræmi sé í myndbandinu varðandi veður, skugga og önnur atriði sem gefi til kynna að það hafi verið samsett og mögulega hafi myndefnið af skotinu sjálfu verið af skotinu sem misheppnaðist. Reuters vitnar í skýrslu sem varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sendi þingi ríkisins en þar segir að ríkisstjórn Kim hafi að hluta til skotið Hwasong-15 eldflaug á loft og sviðsett skot Hwasong-17 til að bæta stöðu ríkisins í viðræðum við Suðru-Kóreu, Bandaríkin og alþjóðasamfélagið og bæta ímynd þess. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sú eldflaug er þó einnig langdrægin, eins og Hwasong-17, en tilraunaskot þeirrar síðarnefndu hafði misheppnast skömmu áður. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmanni úr varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu en sá segir Bandaríkjamenn hafa komist að sömu niðurstöðu. Eldflaugin sem skotið var á loft þann 24. mars lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu hana hafa farið í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lent rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. Reuters segir það í samræmi við greiningu herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og er eldflaugin talin geta farið allt að þrettán þúsund kílómetra. Sjá einnig: Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Nokkrum dögum áður eða þann 16. mars, hafði Hwasong-17 eldflaug sprungið í loft upp skömmu eftir flugtak og brak úr eldflauginni féll til jarðar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Yfirvöld í einræðisríkinu hafa þó enn ekki staðfest að þessi tilraun hafi átt sér stað eða viðurkennt að hún hafi misheppnast. Norður-Kórea birti í kjölfar nýjasta skotsins myndir og myndband sem átti að sýna Kim og eldflaugina sem skotið var á loft. Í myndefninu var sýnd Hwason-17 eldflaug. Greinendur hafa bent á að ósamræmi sé í myndbandinu varðandi veður, skugga og önnur atriði sem gefi til kynna að það hafi verið samsett og mögulega hafi myndefnið af skotinu sjálfu verið af skotinu sem misheppnaðist. Reuters vitnar í skýrslu sem varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sendi þingi ríkisins en þar segir að ríkisstjórn Kim hafi að hluta til skotið Hwasong-15 eldflaug á loft og sviðsett skot Hwasong-17 til að bæta stöðu ríkisins í viðræðum við Suðru-Kóreu, Bandaríkin og alþjóðasamfélagið og bæta ímynd þess.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira