Viðskiptavinur kom starfsmönnum Domino's til bjargar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:48 Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að starfsfólkið sé alltaf sett í fyrsta sæti. Samsett Ósáttur kúnni kastaði pizzu í starfsmann Domino‘s í Skeifunni rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Vaskur viðskiptavinur kom starfsmönnum verslunarinnar til bjargar og forstjóri segir að starfsmanninum hafi ekki orðið meint af. Hann leitar nú að bjargvættinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36