Tökustaðir stærsta erlenda kvikmyndaverkefnis í sögu borgarinnar Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 22:01 Hluti miðbæjar Reykjavíkur verður í stutta stund undirlagður tökuliði vegna stórmyndar sem tekin verður upp hér í apríl. Þetta er stærsta erlenda kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur. Meira en helmingur íslenskra heimila er með Netflix, þannig að meira en helmingur íslenskra heimilda mun geta horft á spennumyndina Heart of Stone þegar hún loks kemur út. En það gæti verið smá í það - tökurnar eru rétt að hefjast og það á Íslandi. Sýnt er frá helstu tökustöðum og fyrirhuguðum götulokunum í myndskeiðinu hér að ofan, en kvöldfréttir Stöðvar 2 fjölluðu um málið. Gott fyrir ferðaþjónustuna Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, átti í samskiptum við framleiðendur myndarinnar í tengslum við komu þeirra til landsins. Þetta er fimmta stóra erlenda kvikmyndaverkefni ársins hér á landi. Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, segir sókn erlends kvikmyndagerðarfólks vaxa statt og stöðugt hingað til lands.Vísir/Egill „Þetta er klárlega gott PR svo að maður sletti nú, svona kynningarlega fyrir bæði borgina og fyrir Ísland. Þessi verkefni hafa sýnt það að þau draga til landsins ferðamenn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Það náttúrulega skiptir máli að fá líka tökur í borginni og bæjum landsins, ekki bara náttúran. Það hefur verið að aukast og þetta er ekki fyrsta myndin sem er tekin upp í borginni,“ segir Einar. Myndin skartar stórstjörnum á borð við hina ísraelsku Gal Gadot og Jamie Dornan og í Morgunblaðinu í dag segir að um 600 manns verði í tökuliðinu og aukaleikarar hátt í fjögur hundruð. Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. 24. mars 2022 11:05 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Meira en helmingur íslenskra heimila er með Netflix, þannig að meira en helmingur íslenskra heimilda mun geta horft á spennumyndina Heart of Stone þegar hún loks kemur út. En það gæti verið smá í það - tökurnar eru rétt að hefjast og það á Íslandi. Sýnt er frá helstu tökustöðum og fyrirhuguðum götulokunum í myndskeiðinu hér að ofan, en kvöldfréttir Stöðvar 2 fjölluðu um málið. Gott fyrir ferðaþjónustuna Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, átti í samskiptum við framleiðendur myndarinnar í tengslum við komu þeirra til landsins. Þetta er fimmta stóra erlenda kvikmyndaverkefni ársins hér á landi. Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, segir sókn erlends kvikmyndagerðarfólks vaxa statt og stöðugt hingað til lands.Vísir/Egill „Þetta er klárlega gott PR svo að maður sletti nú, svona kynningarlega fyrir bæði borgina og fyrir Ísland. Þessi verkefni hafa sýnt það að þau draga til landsins ferðamenn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Það náttúrulega skiptir máli að fá líka tökur í borginni og bæjum landsins, ekki bara náttúran. Það hefur verið að aukast og þetta er ekki fyrsta myndin sem er tekin upp í borginni,“ segir Einar. Myndin skartar stórstjörnum á borð við hina ísraelsku Gal Gadot og Jamie Dornan og í Morgunblaðinu í dag segir að um 600 manns verði í tökuliðinu og aukaleikarar hátt í fjögur hundruð.
Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. 24. mars 2022 11:05 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. 24. mars 2022 11:05