Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 23:15 Vilhjálmur Birgisson hefur verið formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnti að hann hygðist hætta formennsku í lok þessa mánaðar eftir 12 ára formannssetu. Kosningar hófust á þingi sambandsins klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og standa fram á föstudag. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þakklátur fyrir stuðning „Það skiptir miklu máli að vera með stuðning eins og frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki, alla vega að stórum hluta til. Og svo veit ég að ég hef stuðning frá Húsavík og Grindavík og jafnvel víðar, þannig þetta verður bara spennandi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu og bætir við að úrslitin verði að koma í ljós. Hann segir að sínar áherslur séu að byggja komandi kjaraviðræður á sama grunni og gert var í lífskjarasamningnum. Sá samningur hafi heilt yfir verið góður handa lágtekjufólki enda hafi tekist að semja eingöngu með krónutölum. Það leggi hann mikla áherslu á. „Það er algjörlega útilokað mál að vera með lágmarkskjör þar sem að fólk getur ekki haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar. Það er bara útilokað mál,“ segir Vilhjálmur. Geti unnið með öllum Aðspurður kveðst hann ekki boða hallarbyltingu innan sambandsins, nái hann kjöri, enda telur hann sig geta unnið með öllum. „Ég tel það mjög brýnt að formaður í Starfsgreinasambandinu geti verið formaður allra stéttarfélaga sem eiga aðild að stéttarfélaginu. Ég held að ég sé alveg fullfær um að gera slíkt. Ég hef alla tíð sýnt það að ég geti unnið með öllum og það er bara mikilvægt að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir erfiðar kjaraviðræður sem munu hefjast mjög fljótlega,“ segir Vilhjálmur. Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnti að hann hygðist hætta formennsku í lok þessa mánaðar eftir 12 ára formannssetu. Kosningar hófust á þingi sambandsins klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og standa fram á föstudag. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þakklátur fyrir stuðning „Það skiptir miklu máli að vera með stuðning eins og frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki, alla vega að stórum hluta til. Og svo veit ég að ég hef stuðning frá Húsavík og Grindavík og jafnvel víðar, þannig þetta verður bara spennandi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu og bætir við að úrslitin verði að koma í ljós. Hann segir að sínar áherslur séu að byggja komandi kjaraviðræður á sama grunni og gert var í lífskjarasamningnum. Sá samningur hafi heilt yfir verið góður handa lágtekjufólki enda hafi tekist að semja eingöngu með krónutölum. Það leggi hann mikla áherslu á. „Það er algjörlega útilokað mál að vera með lágmarkskjör þar sem að fólk getur ekki haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar. Það er bara útilokað mál,“ segir Vilhjálmur. Geti unnið með öllum Aðspurður kveðst hann ekki boða hallarbyltingu innan sambandsins, nái hann kjöri, enda telur hann sig geta unnið með öllum. „Ég tel það mjög brýnt að formaður í Starfsgreinasambandinu geti verið formaður allra stéttarfélaga sem eiga aðild að stéttarfélaginu. Ég held að ég sé alveg fullfær um að gera slíkt. Ég hef alla tíð sýnt það að ég geti unnið með öllum og það er bara mikilvægt að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir erfiðar kjaraviðræður sem munu hefjast mjög fljótlega,“ segir Vilhjálmur.
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11