Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2022 14:13 Vilhjálmur og Sólveig á góðri stundu við borðið hjá sáttasemjara. Vísiri/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Skoðanaskipti Sólveigar Önnu, Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og Drífu Snædal, formanns Alþýðusambands Íslands, hafa farið fram hjá fæstum. Þau hafa tekist á í pistlaskrifum á Vísi en Vilhjálmur gefur kost á sér til formanns SGS gegn Þórarni G. Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags. Sólveig Anna, sem sest aftur í formannsstól hjá Eflingu að loknum aðalfundi í apríl, segir Vilhjálm ávallt hafa talað hátt og skýrt um þau réttlætismál sem hann brenni fyrir og verið þar eilíflega trúr og samkvæmur sjálfum sér. „Þau eru til dæmis: Leiðrétting kjara verka- og láglaunafólks í gegnum krónutöluhækkanir. Aðgerðir gegn skuldpíningu alþýðufólks vegna hins grimmilega okurs vaxta og verðtryggingar innan bankakerfisins. Uppbygging í húsnæðismálum til að almenningur geti haft þak yfir höfuðið fremur en að lifa á eilífum hrakhólum í ótryggu leiguhúsnæði. Höfnun á gerspilltri stéttasamvinnu við atvinnurekendur og undirgefni við ríkisvaldið í gegnum SALEK eða Grænbók. Öflugur vörður um sjálfstæðan samnings- og verkfallsrétt stéttarfélaga. Sú sjálfsagða krafa að vinnandi fólk hafi raunveruleg áhrif á stjórnun lífeyrissjóðanna sem þau eru skikkuð til að greiða í. Opin og lýðræðisleg vinnubrögð innan verkalýðshreyfingarinnar í stað pukurs og baktjaldamakks,“ segir Sólveig Anna. „Ég er sammála Villa í öllum þessu stóru málum og er þakklát fyrir að hafa haft hann sem bandamann í þeim, og þakklát fyrir hans baráttu fyrir hönd verka og láglaunafólks á Íslandi.“ Vilhjálmur tali ekki aðeins um þessa hluti í greinum, viðtölum og Facebook-statusum. „Hann talar líka um þá af óþrjótandi krafti á fundum og á þingum verkalýðshreyfingarinnar, oft við lítinn fögnuð viðstaddra. Hann stígur í pontu, og hann færir fram sín rök og stendur með sinni sannfæringu. Þetta er ólíkt mörgum forvígismönnum stéttarfélaga sem ég hef séð til á undanförnum fjórum árum, sem taka yfirleitt hvorki til máls á vettvangi hreyfingarinnar né í almannaumræðunni. Í staðinn eftirláta þeir sérfræðingaveldi skrifstofuvirkisins að ráða för.“ Þá skýtur Sólveig Anna á fulltrúa ASÍ. „Verkalýðshreyfingin hefur of lengi verið í klóm sérfræðingaveldis ASÍ, þar sem að áherslur og raddir þeirra sem vilja raunverulegar breytingar fyrir vinnandi fólk í samfélagi okkar eiga ekki upp á pallborðið. Það er kominn tími á að kjósa til formennsku í Starfsgreinasambandinu leiðtoga sem lokar sig ekki inn í skrifstofuvirkinu heldur berst af sjálfstæði, hugrekki og styrk fyrir hagsmunamálum vinnandi fólks. Sá leiðtogi er Villi Birgis.“ Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu. Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum í síðustu viku. Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Hóparnir sem ráða miklu um næsta forsetaval Alþýðusambandsins Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu (ASÍ). Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. 18. mars 2022 11:26 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Skoðanaskipti Sólveigar Önnu, Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og Drífu Snædal, formanns Alþýðusambands Íslands, hafa farið fram hjá fæstum. Þau hafa tekist á í pistlaskrifum á Vísi en Vilhjálmur gefur kost á sér til formanns SGS gegn Þórarni G. Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags. Sólveig Anna, sem sest aftur í formannsstól hjá Eflingu að loknum aðalfundi í apríl, segir Vilhjálm ávallt hafa talað hátt og skýrt um þau réttlætismál sem hann brenni fyrir og verið þar eilíflega trúr og samkvæmur sjálfum sér. „Þau eru til dæmis: Leiðrétting kjara verka- og láglaunafólks í gegnum krónutöluhækkanir. Aðgerðir gegn skuldpíningu alþýðufólks vegna hins grimmilega okurs vaxta og verðtryggingar innan bankakerfisins. Uppbygging í húsnæðismálum til að almenningur geti haft þak yfir höfuðið fremur en að lifa á eilífum hrakhólum í ótryggu leiguhúsnæði. Höfnun á gerspilltri stéttasamvinnu við atvinnurekendur og undirgefni við ríkisvaldið í gegnum SALEK eða Grænbók. Öflugur vörður um sjálfstæðan samnings- og verkfallsrétt stéttarfélaga. Sú sjálfsagða krafa að vinnandi fólk hafi raunveruleg áhrif á stjórnun lífeyrissjóðanna sem þau eru skikkuð til að greiða í. Opin og lýðræðisleg vinnubrögð innan verkalýðshreyfingarinnar í stað pukurs og baktjaldamakks,“ segir Sólveig Anna. „Ég er sammála Villa í öllum þessu stóru málum og er þakklát fyrir að hafa haft hann sem bandamann í þeim, og þakklát fyrir hans baráttu fyrir hönd verka og láglaunafólks á Íslandi.“ Vilhjálmur tali ekki aðeins um þessa hluti í greinum, viðtölum og Facebook-statusum. „Hann talar líka um þá af óþrjótandi krafti á fundum og á þingum verkalýðshreyfingarinnar, oft við lítinn fögnuð viðstaddra. Hann stígur í pontu, og hann færir fram sín rök og stendur með sinni sannfæringu. Þetta er ólíkt mörgum forvígismönnum stéttarfélaga sem ég hef séð til á undanförnum fjórum árum, sem taka yfirleitt hvorki til máls á vettvangi hreyfingarinnar né í almannaumræðunni. Í staðinn eftirláta þeir sérfræðingaveldi skrifstofuvirkisins að ráða för.“ Þá skýtur Sólveig Anna á fulltrúa ASÍ. „Verkalýðshreyfingin hefur of lengi verið í klóm sérfræðingaveldis ASÍ, þar sem að áherslur og raddir þeirra sem vilja raunverulegar breytingar fyrir vinnandi fólk í samfélagi okkar eiga ekki upp á pallborðið. Það er kominn tími á að kjósa til formennsku í Starfsgreinasambandinu leiðtoga sem lokar sig ekki inn í skrifstofuvirkinu heldur berst af sjálfstæði, hugrekki og styrk fyrir hagsmunamálum vinnandi fólks. Sá leiðtogi er Villi Birgis.“ Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu. Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum í síðustu viku.
Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Hóparnir sem ráða miklu um næsta forsetaval Alþýðusambandsins Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu (ASÍ). Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. 18. mars 2022 11:26 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00
Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Hóparnir sem ráða miklu um næsta forsetaval Alþýðusambandsins Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu (ASÍ). Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. 18. mars 2022 11:26