Umspil fyrir HM í Katar hefst í dag: Ítalía og Portúgal gætu mæst í úrslitaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2022 07:00 Það stefnir allt í að Portúgal og Ítalía mætist í úrslitaleik um sæti á HM í Katar. Getty Images Í kvöld hefst umspil undankeppni UEFA um sæti á HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári. Evrópumeistarar Ítalíu og stjörnum prýtt lið Portúgals hefja leik en þau gætu mæst í úrslitaleik um sæti á mótinu. Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45.
Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní
Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira