Umspil fyrir HM í Katar hefst í dag: Ítalía og Portúgal gætu mæst í úrslitaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2022 07:00 Það stefnir allt í að Portúgal og Ítalía mætist í úrslitaleik um sæti á HM í Katar. Getty Images Í kvöld hefst umspil undankeppni UEFA um sæti á HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári. Evrópumeistarar Ítalíu og stjörnum prýtt lið Portúgals hefja leik en þau gætu mæst í úrslitaleik um sæti á mótinu. Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45.
Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní
Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira