Umspil fyrir HM í Katar hefst í dag: Ítalía og Portúgal gætu mæst í úrslitaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2022 07:00 Það stefnir allt í að Portúgal og Ítalía mætist í úrslitaleik um sæti á HM í Katar. Getty Images Í kvöld hefst umspil undankeppni UEFA um sæti á HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári. Evrópumeistarar Ítalíu og stjörnum prýtt lið Portúgals hefja leik en þau gætu mæst í úrslitaleik um sæti á mótinu. Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45.
Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní
Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira