Umspil fyrir HM í Katar hefst í dag: Ítalía og Portúgal gætu mæst í úrslitaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2022 07:00 Það stefnir allt í að Portúgal og Ítalía mætist í úrslitaleik um sæti á HM í Katar. Getty Images Í kvöld hefst umspil undankeppni UEFA um sæti á HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári. Evrópumeistarar Ítalíu og stjörnum prýtt lið Portúgals hefja leik en þau gætu mæst í úrslitaleik um sæti á mótinu. Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Sjá meira
Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45.
Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní
Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Sjá meira