Guðrún Helgadóttir er látin Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:03 Guðrún Helgadóttir var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017. Reykjavík Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri. Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna.
Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26