Erlent

Sam­þykkja að Fujimori skuli sleppt úr fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Alberto Fujimori í dómsal stjórnlagadómstóls Perú í gær. Fujimori gegndi embætti Perú á árunum 1990 til 2000.
Alberto Fujimori í dómsal stjórnlagadómstóls Perú í gær. Fujimori gegndi embætti Perú á árunum 1990 til 2000. AP

Stjórnlagadómstóll Perú hefur úrskurðað að forsetanum fyrrverandi, Alberto Fujimori, skuli sleppt úr fangelsi. Hann hefur setið í fangelsi frá árinu 2007 eftir að hafa verið dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni.

Dómstóllinn hefur ákveðið að hinn 83 ára Fujimori skuli sleppt vegna mannúðarsjónarmiða, en hann hefur glímt við bága heilsu um árabil.

Af sex dómurum við réttinn voru þrír á því að sleppa Mujimori úr haldi og þrír voru því andsnúnir. Séu atkvæði dómara jöfn er það atkvæði forseta dómstólsins sem ræður úrslitum. Um er að ræða æðsta dómstól Perú og því er ekki hægt að áfrýja málinu.

Fujimori gegndi embætti forseta Perú á árunum 1990 til 2000 og var dæmdur í tengslum við tvær árásir herdeilda árið 1991 og 1992. Alls létu 25 manns lífið í aðgerðunum, þar af eitt barn, sem sagðar voru beinast gegn hryðjuverkasamtökum. Í forsetatíð sinni greip Fujimori til harðra aðgerða gegn vinstrimönnum í landinu.

Fujimori flúði til Japans, heimalands foreldra sinna, eftir að hann lét af embætti, en var svo sakfelldur í fjarveru sinni og framseldur til Perú árið 2007.

Vinstrimaðurinn Pedro Castillo, forseti Perú, segir ákvörðun stjórnlagadómstólsins nú sýna fram á „stofnanalega krísu“ í landinu og hvatti alþjóðlega dómstóla til að bregðast við. Castillo hafði betur gegn dóttur Fujimori, Keiko Fujimori, í forsetakosningunum á síðasta ári.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×