Voru að störfum fram á nótt við að hjálpa ökumönnum á Reykjanesi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2022 11:39 Staðan á Reykjanesbrautinni skömmu fyrir hádegi í dag. Vegagerðin Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna tilkynninga um ökumenn í vandræðum á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en veður versnaði þar skyndilega upp úr miðnætti þegar fór að hvessa með talsverðri úrkomu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið að störfum á Reykjanesinu fram á nótt. „Nánast allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum til að verða klukkan þrjú í nótt til að greiða úr einhverjum flækjum,“ segir Davíð. „Það voru menn sem að höfðu misst bílana sína út af og fest bíla sem að þurfti að græja. Einhverjir voru fluttir úr bílunum og bílar skildir eftir.“ Rúta með stuðningsmönnum Njarðvíkur fór til að mynda út af veginum í gærkvöldi en rútan hafnaði á staur með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. „Rétt áður en við vorum komin heim kom vindhviða inn í hliðina á rútunni og hún feyktist til hliðar,“ segir Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari í yngri flokkum hjá Njarðvík, sem var einn af farþegunum í rútunni. Um fjörutíu börn voru í rútunni en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist, þó að börnin væru vissulega skelkuð. Flest verkefnin á Suðvesturlandi Gular viðvaranir voru í gildi á nær öllu landinu í gærkvöldi og í nótt en Davíð segir helstu verkefni Landsbjargar hafa verið á suðvesturhorni landsins. „Björgunarsveitir voru reyndar kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu við að loka Hellisheiði0 og Þrengslum og fljótlega eftir miðnætti, um klukkan eitt, var þeim vegum lokað og voru þeir lokaðir í nótt þannig það var ekki meira að gera þar,“ segir Davíð. Veðurviðvaranir hafa verið verulega tíðar það sem af er ári og hafa björgunarsveitirnar þurft að sinna fjölmörgum verkefnum. „Það er náttúrulega búið að vera mikið um að vera hjá björgunarsveitum í febrúar og virðist ætla að halda áfram núna í mars, það er enn þá vetur á Íslandi,“ segir Davíð en hann segir mikilvægt að fólk fari varlega. „Veður getur spillst mjög fljótt þannig að það er mikilvægt að fólk ani ekki út í veður og gæti öryggis, sé vel búið, og fylgist vel með upplýsingum um færð og veður áður en það heldur út í ferðalög,“ segir Davíð. Veður Reykjanesbær Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið að störfum á Reykjanesinu fram á nótt. „Nánast allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum til að verða klukkan þrjú í nótt til að greiða úr einhverjum flækjum,“ segir Davíð. „Það voru menn sem að höfðu misst bílana sína út af og fest bíla sem að þurfti að græja. Einhverjir voru fluttir úr bílunum og bílar skildir eftir.“ Rúta með stuðningsmönnum Njarðvíkur fór til að mynda út af veginum í gærkvöldi en rútan hafnaði á staur með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. „Rétt áður en við vorum komin heim kom vindhviða inn í hliðina á rútunni og hún feyktist til hliðar,“ segir Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari í yngri flokkum hjá Njarðvík, sem var einn af farþegunum í rútunni. Um fjörutíu börn voru í rútunni en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist, þó að börnin væru vissulega skelkuð. Flest verkefnin á Suðvesturlandi Gular viðvaranir voru í gildi á nær öllu landinu í gærkvöldi og í nótt en Davíð segir helstu verkefni Landsbjargar hafa verið á suðvesturhorni landsins. „Björgunarsveitir voru reyndar kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu við að loka Hellisheiði0 og Þrengslum og fljótlega eftir miðnætti, um klukkan eitt, var þeim vegum lokað og voru þeir lokaðir í nótt þannig það var ekki meira að gera þar,“ segir Davíð. Veðurviðvaranir hafa verið verulega tíðar það sem af er ári og hafa björgunarsveitirnar þurft að sinna fjölmörgum verkefnum. „Það er náttúrulega búið að vera mikið um að vera hjá björgunarsveitum í febrúar og virðist ætla að halda áfram núna í mars, það er enn þá vetur á Íslandi,“ segir Davíð en hann segir mikilvægt að fólk fari varlega. „Veður getur spillst mjög fljótt þannig að það er mikilvægt að fólk ani ekki út í veður og gæti öryggis, sé vel búið, og fylgist vel með upplýsingum um færð og veður áður en það heldur út í ferðalög,“ segir Davíð.
Veður Reykjanesbær Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56
Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55