„Augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um“ Atli Arason skrifar 17. mars 2022 07:01 Hannes Þór Halldórsson Stöð 2 Leikjahæsti markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, hefur lagt hanskana á hilluna og mun ekki spila knattspyrnu aftur. Hannes fór stuttlega yfir ferilinn með Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna
Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira