Erlent

Eif­fel­turninn orðinn sex metrum hærri

Atli Ísleifsson skrifar
Frá París í morgun. 330 metra hár er Eiffelturninn nú orðinn.
Frá París í morgun. 330 metra hár er Eiffelturninn nú orðinn. AP

Eiffelturninn í frönsku höfuðborginni París varð í morgun sex metrum hærri eftir að nýju loftneti var komið fyrir á toppi turnsins.

AP segir frá því að loftnetinu hafi verið flogið með þyrlu og svo komið fyrir á toppnum í morgun. Fór þá turninn úr því að vera 324 metra hár í 330 metra.

Eiffelturninn var reistur seint á nítjándu öld í tengslum við Heimssýninguna í París árið 1889. Er hann nefndur í höfuðið á verkfræðingnum Gustave Eiffel, en það var fyrirtæki Eiffels sem hannaði og smíðaði turninn.

Við byggingu Eiffelturnsins varð hann hæsta mannvirki heims. Turninn tók þá fram úr Washington Monument í Washington DC sem hæsta mannvirki heims og hélt titlinum allt til ársins 1929 þegar Chrysler-byggingin í New York-borg í Bandaríkjunum ýtti turninum þar með af stallinum.

AP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×