Bruno laus við veiruna og verður með á móti Atletico í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 12:01 Bruno Fernandes verður væntanlega í byrjunarliði Manchester United í kvöld en í að minnsta í leikmannahópnum. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United endurheimtir Bruno Fernandes fyrir leikinn mikilvæga á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fernandes missti af leik United um helgina þar sem landi hans Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes trained for Manchester United today, per @SimonPeach After missing Saturday s game vs. Spurs because of COVID-19, he could be back for Tuesday s Champions League second leg vs. Atlético. pic.twitter.com/aGnMpni3aL— B/R Football (@brfootball) March 14, 2022 „Hann fór í próf í gær [Sunnudag] og það kom út neikvætt. Það er ástæðan fyrir því að hann mátti æfa með okkur í dag,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Manchester United og Atletico Madrid á Old Trafford hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni. Rangnick fagnar því að vera með alla sína leikmenn klára í verkefni kvöldsins. „Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn klárir. Það er smá spurningarmerki í kringum Luke Shaw. Hann æfði í gær og í dag en við þurfum að bíða og sjá. Allir aðrir eru að æfa,“ sagði Rangnick. Bruno Fernandes has assisted in every #UCL match that he s played in this season. pic.twitter.com/IRBvPQFPSC— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 14, 2022 Manchester United spilar leikinn aðeins 72 klukkutímum eftir leikinn á móti Tottenham. Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo fór þá á kostum en Rangnick hefur ekki áhyggjur af því að Ronaldo verði orkulítill eða þreyttur í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann nái ekki endurheimt. Hann hefur alltaf verið maður sem hugsar mjög vel um sig og líkamann sinn. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera,“ sagði Rangnick. „Það er mögulegt að það komi nýir menn inn í byrjunarliðið en það er ekki ástæða til að breyta mörgum leikstöðum. Það er gott að allir séu í boði og vissulega betra en ef það væri fimm eða sex leikmenn frá keppni,“ sagði Rangnick. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Fernandes missti af leik United um helgina þar sem landi hans Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes trained for Manchester United today, per @SimonPeach After missing Saturday s game vs. Spurs because of COVID-19, he could be back for Tuesday s Champions League second leg vs. Atlético. pic.twitter.com/aGnMpni3aL— B/R Football (@brfootball) March 14, 2022 „Hann fór í próf í gær [Sunnudag] og það kom út neikvætt. Það er ástæðan fyrir því að hann mátti æfa með okkur í dag,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Manchester United og Atletico Madrid á Old Trafford hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni. Rangnick fagnar því að vera með alla sína leikmenn klára í verkefni kvöldsins. „Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn klárir. Það er smá spurningarmerki í kringum Luke Shaw. Hann æfði í gær og í dag en við þurfum að bíða og sjá. Allir aðrir eru að æfa,“ sagði Rangnick. Bruno Fernandes has assisted in every #UCL match that he s played in this season. pic.twitter.com/IRBvPQFPSC— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 14, 2022 Manchester United spilar leikinn aðeins 72 klukkutímum eftir leikinn á móti Tottenham. Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo fór þá á kostum en Rangnick hefur ekki áhyggjur af því að Ronaldo verði orkulítill eða þreyttur í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann nái ekki endurheimt. Hann hefur alltaf verið maður sem hugsar mjög vel um sig og líkamann sinn. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera,“ sagði Rangnick. „Það er mögulegt að það komi nýir menn inn í byrjunarliðið en það er ekki ástæða til að breyta mörgum leikstöðum. Það er gott að allir séu í boði og vissulega betra en ef það væri fimm eða sex leikmenn frá keppni,“ sagði Rangnick.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira