Enski boltinn

Pogba: Ronaldo er besti sóknarmaður sögunnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Glatt á hjalla á Old Trafford í dag.
Glatt á hjalla á Old Trafford í dag. vísir/Getty

Paul Pogba var hæstánægður með frammistöðu Manchester United í 3-2 sigri liðsins á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Cristiano Ronaldo sá um markaskorun liðsins og Pogba sparaði ekki stóru orðin þegar hann hrósaði liðsfélaga sínum í viðtali í leikslok.

„Þetta var frábær leikur og frábær viðbrögð frá okkar liði. Við náðum að skaða þá á réttum tímapunktum og Ronaldo gerði það sem hann gerir best.“

„Hann hefur aldrei verið vandamál. Við erum með besta sóknarmann sögunnar í okkar liði, það getur ekki skapað vandamál. Hann var frábær í dag eins og allt liðið. Það þekkja hann allir og við þurfum ekki að tala um hann. Þetta er það sem hann gerir. Hann spilaði ekki í síðasta leik; kemur til baka, skorar þrjú mörk og allir eru glaðir,“ sagði Pogba.

Man Utd er í harðri baráttu um að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar og var sigurinn í dag í raun lífsnauðsynlegur í þeirri baráttu en Pogba var ánægðastur með viðbrögð liðsins eftir slæmt tap gegn Man City á dögunum.

„Þetta var góð liðsframmistaða í dag og mjög gott að svara City leiknum með þessari frammistöðu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×