Fótbolti

Blikakonur í undanúrslit | Þróttur tók sín fyrstu stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.
Breiðablik tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars kvenna með 3-0 sigri gegn KR í kvöld. Á sama tíma tók Þróttur R. sín fyrstu stig er liðið vann 2-0 sigur gegn Keflavík.

Blikakonur eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í riðli eitt og eru því með sex stiga forskot á ÍBV og Stjörnuna sem þó eiga bæði tvo leiki eftir. ÍBV og Stjarnan eiga hins vegar eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki bæði náð Breiðablik.

Þá vann Þróttur góðan 2-0 sigur gegn Keflavík í riðli tvö og náði þar með í sín fyrstu stig. Tap Keflvíkinga þýðir hins vegar að liðið á nú aðeins veika von um sæti í undanúrslitum, en liðið er með fjögur stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.