Íslenski boltinn

FH-ingar fyrstir í undanúrslit og Stjörnumenn fyrstir til að leggja Blika

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH-ingar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.
FH-ingar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Vísir/Hulda Margrét

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. FH-ingar urðu fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með 3-0 sigri gegn Fylki í riðli þrjú og í riðli tvö varð Stjarnan fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik þegar liðið vann 4-1 sigur á heimavelli.

Leikur Fylkis og FH í Árbænum í kvöld var hreinn úrslitaleikur milli liðanna um efsta sæti riðilsins. FH-ingar höfðu tíu stig fyrir leikinn, tveimur stigum meira en Fylkir.

Það voru að lokum Hafnfirðingar sem unnu öruggan 2-0 sigur og tryggðu sér um leið efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitum á sama tíma.

Í hinum leik kvöldsins vann Stjarnan 4-1 sigur gegn Breiðablik í riðli tvö, en þar er baráttan um efsta sæti riðilsins hörð fyrir lokaumferðina. Stjarnan trónir nú á toppnum með tíu stig, einu stigi meira en Blikar og ÍA sem sitja hlið við hlið í öðru og þriðja sæti.

Stjarnan og ÍA mætast í lokaumferðinni á mánudagskvöldið, og á sama tíma mætir Breiðablik KV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×