Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 12:33 Sóttvarnalæknir segir að landsmenn þurfi að reyna að takmarka útbreiðsluna eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11