Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans þar sem farið er yfir stöðuna á spítalanum með tilliti til Covid-19.
Af þeim 77 sem nú liggja inni með Covid-19 eru fjórir á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 70 ár.
Greint var frá því í gær að 69 sjúklingar væru inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19 og 81 á sjúkrahúsum á landinu í heild sinni.
Alls hafa nú 77 látist á Íslandi vegna Covid-19.
Landspítalinn er nú á neyðarstigi. Af þeim sökum eru enn í gildi umfangsmiklar sýkingavarnir á spítalanum, þar á meðal er algjör grímuskylda og heimsóknarbann nema með sérstökum undantekningum.