Samþykktar íbúðir ekki endilega öruggari en ósamþykktar Snorri Másson skrifar 4. mars 2022 23:53 Bruni í Auðbrekku í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Góðar brunavarnir skiptu sköpum í eldsvoða í Auðbrekku í gær, þar sem eldur braust út í ósamþykktu húsnæði. Talið er að allt að sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi. „Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst. Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst.
Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira