Á fjórða hundrað almennra borgara fallið í átökunum en líklega mun fleiri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 14:35 Að minnsta kosti 330 almennir borgarar hafa fallið frá því að stríðið hófst. AP Photo/Pavel Dorogoy Að minnsta kosti 331 almennur borgari hefur fallið og 675 særst í innrás Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem telur þó að talan sé mun hærri. Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hófst aðfaranótt 24. febrúar og ekkert lát er á átökunum. Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið það út að minnst tvö þúsund almennir borgarar hafi fallið frá upphafi átakanna en Mannréttindastofnun SÞ hefur nú staðfest að minnst 331 hefur fallið en líklega mun fleiri. Af þeim, sem staðfest er að hafi látist, eru nítján börn. Flest fórnarlambanna féllu í stórskotaliðsárásum eða loftárásum samkvæmt stofnuninni, sem fylgist náið með gangi mála í Úkraínu. Þá hafa meira en 1,2 milljónir manna flúið Úkraínu til nágrannaríkjanna á einni viku. Um helmingur þeirra eru börn samkvæmt mati Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF. Flóttamannastofnun SÞ hefur spáð því að fjórar milljónir Úkraínumanna muni þegar uppi er staðið þurfa á aðstoð annarra ríkja að halda. Guardian hefur eftir Joung-ah Ghedini-Williams, samskiptastjóra UNCHR, að fjöldi fólks á flótta frá Úkraínu, með tilliti til þess hve stutt er siðan átökin hófust þar, sé undraverður. Þá sé vitað um að mjög margir hafi þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en haldi enn til þar í landi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17 Svona er staðan eftir eina viku af bardögum í Úkraínu Ein vika er í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst. 3. mars 2022 20:00 Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hófst aðfaranótt 24. febrúar og ekkert lát er á átökunum. Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið það út að minnst tvö þúsund almennir borgarar hafi fallið frá upphafi átakanna en Mannréttindastofnun SÞ hefur nú staðfest að minnst 331 hefur fallið en líklega mun fleiri. Af þeim, sem staðfest er að hafi látist, eru nítján börn. Flest fórnarlambanna féllu í stórskotaliðsárásum eða loftárásum samkvæmt stofnuninni, sem fylgist náið með gangi mála í Úkraínu. Þá hafa meira en 1,2 milljónir manna flúið Úkraínu til nágrannaríkjanna á einni viku. Um helmingur þeirra eru börn samkvæmt mati Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF. Flóttamannastofnun SÞ hefur spáð því að fjórar milljónir Úkraínumanna muni þegar uppi er staðið þurfa á aðstoð annarra ríkja að halda. Guardian hefur eftir Joung-ah Ghedini-Williams, samskiptastjóra UNCHR, að fjöldi fólks á flótta frá Úkraínu, með tilliti til þess hve stutt er siðan átökin hófust þar, sé undraverður. Þá sé vitað um að mjög margir hafi þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en haldi enn til þar í landi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17 Svona er staðan eftir eina viku af bardögum í Úkraínu Ein vika er í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst. 3. mars 2022 20:00 Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17
Svona er staðan eftir eina viku af bardögum í Úkraínu Ein vika er í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst. 3. mars 2022 20:00
Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21