Fékk tæplega eina og hálfa milljón í sekt því dómarinn misskildi hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Aron Jóhannsson spilaði lítið með Werder Bremen á sínum tíma vegna erfiðra meiðsla. Getty Images Aron Jóhannesson, framherji Vals, mætti í hlaðvarps- og spjallþáttinn Chess After Dark á dögunum. Framherjinn ræddi atvinnumannaferil sinn ásamt mörgu öðru. Þar kom í ljós að hæsta sekt sem hann hefur þurft að greiða fyrir atvik á knattspyrnuvellinum hljóðaði upp á 10 þúsund pund eða 1,4 milljón íslenskra króna, á núverandi gengi. Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann. Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Sjá meira
Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann.
Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Sjá meira