Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Snorri Másson skrifar 2. mars 2022 11:59 Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Aðsend mynd Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. Í nýju deiliskipulagi frá meirihlutanum í borginni er lagt til að íbúar við Einimel 18-26 fái í sinn hlut samtals um 388 fermetra lóð, sem áður var litið á sem borgarland. Á móti tekur borgin þó um 700 fermetra land, sem hluti íbúanna hefur verið með í fóstri - eins og sagt er - í áratugaraðir. Hér má sjá breytingarnar sem verða á lóðunum: Aldrei verið nein deila um þetta mál Teiti Atlasyni varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar - sem var í 19. sæti á lista flokksins í kosningunum 2018 - misbýður þessi lausn borgarinnar. „Mér finnst þetta enginn millivegur. Ef einhver stelur af þér bíl, þá viltu væntanlega fá bílinn til baka - en ekki bílinn með engum hjólbörðum. Þú vilt bara fá bílinn til baka,“ segir Teitur í samtali við fréttastofu. En ef maður sér fyrir sér að borgin hefði kosið að fara í hart að þá hefðu mögulega hefðarréttarsjónarmið komið þarna inn og sömuleiðis að borgin hafi sjálf sýnt tómlæti þarna í hálfa öld? „Þessu er varpað upp til dæmis af Viðreisn að þarna hafi verið einhverjar deilur í gangi. Það hefur aldrei verið nein deila um þetta mál, það hefur alltaf verið ljóst að Reykjavíkurborg á þessa lóð. Alltaf,“ segir Teitur. En af hverju er þessi ákvörðun þá tekin núna? Teitur segir valdamikið fólk í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi búa við Einimel. „Það fólk hefur mikið vogarafl í pólitískum ákvörðunum. Mér dettur í hug að það sé verið að reyna að skapa gott veður fyrir þetta fólk,“ segir Teitur. Þar vísar hann meðal annars til Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, sem býr í einu húsanna og einnig Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Hún býr að vísu ekki í húsi sem tengist málinu. Egill Aðalsteinsson 388 fermetra lóð í Vesturbæ gæti verið samtals um 20 milljón króna virði. En lóðin sem var alltaf í notkun var að auki um 700 fermetrar - sem má sjá fyrir sér að sé um 35 milljón króna virði ef það hún væri seld. „Þau eru búin að hafa þessa lóð í 30-40 ár. Þetta eru nokkur hundruð fermetrar. Af hverju má þá ekki reikna með að þau borgi þá allavegana lóðagjöld 30-40 ár í tímann, ef að það á að gera þetta upp þetta mál?“ sagði Teitur Atlason. Þess er þó að geta að fæstir íbúanna munu hafa búið í húsunum allan þann tíma sem umræddar lóðir hafa verið í fóstri. Reykjavík Skipulag Deilur um Sundlaugartún Skattar og tollar Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Í nýju deiliskipulagi frá meirihlutanum í borginni er lagt til að íbúar við Einimel 18-26 fái í sinn hlut samtals um 388 fermetra lóð, sem áður var litið á sem borgarland. Á móti tekur borgin þó um 700 fermetra land, sem hluti íbúanna hefur verið með í fóstri - eins og sagt er - í áratugaraðir. Hér má sjá breytingarnar sem verða á lóðunum: Aldrei verið nein deila um þetta mál Teiti Atlasyni varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar - sem var í 19. sæti á lista flokksins í kosningunum 2018 - misbýður þessi lausn borgarinnar. „Mér finnst þetta enginn millivegur. Ef einhver stelur af þér bíl, þá viltu væntanlega fá bílinn til baka - en ekki bílinn með engum hjólbörðum. Þú vilt bara fá bílinn til baka,“ segir Teitur í samtali við fréttastofu. En ef maður sér fyrir sér að borgin hefði kosið að fara í hart að þá hefðu mögulega hefðarréttarsjónarmið komið þarna inn og sömuleiðis að borgin hafi sjálf sýnt tómlæti þarna í hálfa öld? „Þessu er varpað upp til dæmis af Viðreisn að þarna hafi verið einhverjar deilur í gangi. Það hefur aldrei verið nein deila um þetta mál, það hefur alltaf verið ljóst að Reykjavíkurborg á þessa lóð. Alltaf,“ segir Teitur. En af hverju er þessi ákvörðun þá tekin núna? Teitur segir valdamikið fólk í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi búa við Einimel. „Það fólk hefur mikið vogarafl í pólitískum ákvörðunum. Mér dettur í hug að það sé verið að reyna að skapa gott veður fyrir þetta fólk,“ segir Teitur. Þar vísar hann meðal annars til Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, sem býr í einu húsanna og einnig Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Hún býr að vísu ekki í húsi sem tengist málinu. Egill Aðalsteinsson 388 fermetra lóð í Vesturbæ gæti verið samtals um 20 milljón króna virði. En lóðin sem var alltaf í notkun var að auki um 700 fermetrar - sem má sjá fyrir sér að sé um 35 milljón króna virði ef það hún væri seld. „Þau eru búin að hafa þessa lóð í 30-40 ár. Þetta eru nokkur hundruð fermetrar. Af hverju má þá ekki reikna með að þau borgi þá allavegana lóðagjöld 30-40 ár í tímann, ef að það á að gera þetta upp þetta mál?“ sagði Teitur Atlason. Þess er þó að geta að fæstir íbúanna munu hafa búið í húsunum allan þann tíma sem umræddar lóðir hafa verið í fóstri.
Reykjavík Skipulag Deilur um Sundlaugartún Skattar og tollar Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51
Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12