Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 2. mars 2022 11:02 Alexei Navalní hvetur fólk til að mótæmla stríðinu. EPA/Yuri Kochetkov Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira