Enski boltinn

Crystal Palace í átta liða úrslit eftir sigur gegn Stoke

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Crystal Palace v Stoke City: The Emirates FA Cup Fifth Round LONDON, ENGLAND - MARCH 01: Cheikhou Kouyate of Crystal Palace celebrates their sides first goal with team mates during the Emirates FA Cup Fifth Round match between Crystal Palace and Stoke City at Selhurst Park on March 01, 2022 in London, England. (Photo by Tom Dulat/Getty Images)
Crystal Palace v Stoke City: The Emirates FA Cup Fifth Round LONDON, ENGLAND - MARCH 01: Cheikhou Kouyate of Crystal Palace celebrates their sides first goal with team mates during the Emirates FA Cup Fifth Round match between Crystal Palace and Stoke City at Selhurst Park on March 01, 2022 in London, England. (Photo by Tom Dulat/Getty Images)

Crystal Palace tryggði sér sæti í átta liða úrslitum FA-bikarsins með 2-1 sigri gegn B-deildarliði Stoke City.

Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Cheikhou Kouyate kom heimamönnum í Crystal Palace yfir með marki á 53. mínútu áður en Josh Tymon jafnaði metin fyrir gestina fimm mínútum síðar.

Það var svo varamaðurinn Jairo Riedewald sem kom heimamönnum yfir á ný með marki á 82. mínútu og tryggði liðinu þar með 2-1 sigur. Crystal Palace verður því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit, en Stoke situr eftir með sárt ennið.

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×