Enski boltinn

Liverpool-goðsögn berst fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið Covid-19

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Toshack þegar hann var leikmaður með Liverpool liðinu. Besta tímabilið hans var 1975-76 þegar hann skorað 23 mörk í öllum keppnum.
John Toshack þegar hann var leikmaður með Liverpool liðinu. Besta tímabilið hans var 1975-76 þegar hann skorað 23 mörk í öllum keppnum. Getty/Peter Robinson

John Toshack, fyrrum leikmaður Liverpool og velska landsliðsins, er í gjörgæslu á sjúkrahúsi vegna vandamála tengdum því að hann fékk kórónuveiruna á dögunum.

John Toshack er 72 ára gamall og var lagður inn á sjúkrahús í Barcelona fyrir rúmri viku síðan þar sem hann átti erfitt með andardrátt.

Hann er að glíma við alvarlega lungnabólgu í kjölfarið á kórónuveirusýkingu. AS Sport segir að Toshack sé í öndunarvél og að ástand hans sé mjög alvarlegt.

John Toshack átti mjög farsælan feril bæði sem leikmaður og sem þjálfari.

Hann hóf feril sinn hjá Cardiff City og endaði hann hjá Swansea City. Hápunktur fótboltaferil hans voru þó átta ár í Liverpool búningnum frá 1970 til 1978.

Toshack skoraði 96 mörk í 247 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum en hann varð þrisvar sinum enskur meistari, einu sinni bikarmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari með félaginu þar af vann hann tvisvar UEFA-keppnina.

Toshack byrjaði stjóraferil sinn sem spilandi stjóri hjá Swansea City en hann var knattspyrnustjóri í fjóra áratugi og lengst af á Spáni. Hann stýrði meðal annars Real Madrid frá 1989-90 og svo aftur um tíma árið 1999.

Real Madrid varð spænskur meistari undir hans stjórn árið 1990 og þá vann Real Sociedad spænska bikarinn undir hans stjórn árið 1987.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×