Innlent

66 fast­­eignir ein­stak­linga seldar nauðungar­­sölu í fyrra

Eiður Þór Árnason skrifar
1.143 fjárnám voru gerð hjá einstaklingum á síðasta ári.
1.143 fjárnám voru gerð hjá einstaklingum á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Alls voru 66 fasteignir í eigu einstaklinga seldar með nauðungarsölu árið 2021 samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættum. Um er að ræða mál sem luku með afsali á árinu. 

Talan endurspeglar ekki heildarfjölda nauðungarsölubeiðna sem sýslumenn voru með til meðferðar þar sem mikill meirihluti þeirra er afturkallaður á meðan þær eru til umfjöllunar.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins. Flestar fasteignir voru seldar nauðungarsölu á höfuðborgarsvæðinu, eða 30 talsins. Næst á eftir kemur Suðurland með 21 fasteign og Vesturland með fimm.

Samkvæmt starfskerfum sýslumanna voru alls 1.143 fjárnám gerð hjá einstaklingum á síðasta ári. Þá voru gerðar 5.087 árangurslausar fjárnámsbeiðnir. Tölfræðin endurspeglar ekki heildarfjölda þeirra fjárnámsbeiðna sem sýslumenn höfðu til umfjöllunar á árinu heldur einungis málum sem lauk á seinasta ári.

Þá voru bú 201 einstaklings tekin til gjaldþrotaskipta árið 2021 samkvæmt upplýsingum frá dómstólasýslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×