Talið víst að úrslitaleikurinn verði færður frá Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 17:30 Chelsea fagnaði Evrópumeistaratitli sínum á Drekavöllum í Portúgal í fyrra eftir úrslitaleik gegn Manchester City. Getty/Alexander Hassenstein Nær öruggt er að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla verði færður frá Rússlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira