Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2022 06:39 Rússneskir skriðdrekar í Roskov, nærri landamærum Úkraínu. EPA/YURI KOCHETKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Bretland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira