Braut gegn dóttur sinni og tveimur systurdætrum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 18:14 Karlmaðurinn kom fyrir dóm Héraðsdóms Reykjaness og játaði sök að öllu leyti. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. Héraðssaksóknari ákærði karlmanninn fyrir brot gegn stúlkunum. Ekki kemur fram í dómi héraðsdóms hvenær brotin áttu sér stað. Lögregla lagði hald á Lenovo IdeaPad fartölvu karlmannsins í desember 2020. Kynferðislegt myndefni fannst á tölvu mannsins. Varað er við lýsingum á brotum mannsins hér að neðan. Karlmaðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir brot gegn dóttur sinni sem þá var tólf ára gömul. Í brotunum fólst meðal annars nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við dóttur sína. Nýtti hann sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem föður. Sleikti hann ítrekað á henni kynfærin, strauk og hrækti á. Þá reyndi hann í eitt skipti að stinga getnaðarlimi í endaþarm hennar. Með háttseminni var lífi, heilsu og velferð stúlkunnar ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, segir í ákærunni. Þá var hann ákærður fyrir að hafa tekið myndir og myndbönd af berum kynfærum dóttur sinnar og myndband af honum að sleikja kynfærin. Karlmaðurinn var ekki aðeins ákærður fyrir brot gegn eigin dóttur heldur líka tveimur ungum systurdætrum með svipuðum hætti. Karlmaðurinn hafði í fartölvu sinni, sem haldlögð var í aðgerðum lögreglu í desember 2020, fundust sjö ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Þá lá fyrir að hann skoðaði á sex daga tímabili myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt á Internetinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Ummerki fundust í tölvunni þess efnis að hann hefði opnað 23 slíkar myndaskrár. Miskabótakröfunar vegna ungu stúlknanna hljóðaði upp á fimm milljónir, tvær milljónir og eina milljón króna. Ákærði játaði sök fyrir dómi. Var hæfileg refsing metin þrjú og hálft ár í fangelsi og bætur ákvarðaðar upp á þrjár milljónir, eina og hálfa og eina milljón króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Héraðssaksóknari ákærði karlmanninn fyrir brot gegn stúlkunum. Ekki kemur fram í dómi héraðsdóms hvenær brotin áttu sér stað. Lögregla lagði hald á Lenovo IdeaPad fartölvu karlmannsins í desember 2020. Kynferðislegt myndefni fannst á tölvu mannsins. Varað er við lýsingum á brotum mannsins hér að neðan. Karlmaðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir brot gegn dóttur sinni sem þá var tólf ára gömul. Í brotunum fólst meðal annars nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við dóttur sína. Nýtti hann sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem föður. Sleikti hann ítrekað á henni kynfærin, strauk og hrækti á. Þá reyndi hann í eitt skipti að stinga getnaðarlimi í endaþarm hennar. Með háttseminni var lífi, heilsu og velferð stúlkunnar ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, segir í ákærunni. Þá var hann ákærður fyrir að hafa tekið myndir og myndbönd af berum kynfærum dóttur sinnar og myndband af honum að sleikja kynfærin. Karlmaðurinn var ekki aðeins ákærður fyrir brot gegn eigin dóttur heldur líka tveimur ungum systurdætrum með svipuðum hætti. Karlmaðurinn hafði í fartölvu sinni, sem haldlögð var í aðgerðum lögreglu í desember 2020, fundust sjö ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Þá lá fyrir að hann skoðaði á sex daga tímabili myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt á Internetinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Ummerki fundust í tölvunni þess efnis að hann hefði opnað 23 slíkar myndaskrár. Miskabótakröfunar vegna ungu stúlknanna hljóðaði upp á fimm milljónir, tvær milljónir og eina milljón króna. Ákærði játaði sök fyrir dómi. Var hæfileg refsing metin þrjú og hálft ár í fangelsi og bætur ákvarðaðar upp á þrjár milljónir, eina og hálfa og eina milljón króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira