Létta á reglum um einangrun og smitgát fyrir starfsmenn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:27 Tæplega fimm hundruð starfsmenn spítalans eru nú frá vinnu í einangrun. vísir/vilhelm Landspítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunarvanda vegna fjölda smitaðra starfsmanna. Framvegis mega þríbólusettir og einkennalausir starfsmenn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga einangrun. Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira