Fótbolti

Klopp: Nýjar hetjur í hverri viku

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp EPA-EFE/TIM KEETON

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum kátur í leikslok eftir sigur sinna manna á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þjóðverjinn hafði á orði hversu mikilvægt það sé að fá framlag úr mörgum áttum,

Eftir leik var Klopp í viðtali og var spurður hvernig honum og liðinu tækist að gefast ekki upp.

„Það er auðvelt að segja klisjur eins og að það þurfi bara að halda áfram að trúa. Ef það er 1-0 eftir 55 mínútur þá áttu bara að hugsa um hversu gott það er að hafa enn 35 mínútur til stefnu, það sé nóg. Við gerðum breytingar, bæði breytingar á liðinu sem og breytingar á leikskipulagi en svo þarf stundum bara töfra eins og í markinu hjá Sadio“, sagði Klopp.

Aðspurður um mörkin hafði Klopp þetta að segja:

„Öll mörkin voru mjög mikilvæg. Við fáum nýjar hetjur í hverri viku. Leikmenn sem hjálpa okkur að búa til mörk. Nú voru það Tsimikas og Allison. Norwich fengu meira og meira sjálfstraust eftir því sem leið á leikinn en gæði og hugarfar leikmannana okkar var það sem skilaði sigrinum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×