Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2022 09:48 Donald Trump, fyrrverandi forseti, átti erfiða viku en þær næstu gætu orðið verri. AP/Jacquelyn Martin Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður sagt fréttir af því að forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins hefðu tilkynnt flutning gagnanna til Dómsmálaráðuneytisins. Það staðfesti Þjóðskjalasafnið einnig í bréfi til þingmanna. Í síðustu viku sagði Washington Post meðal annars frá því að meðal skjalanna sem Trump tók með sér hafi verið skjöl merkt sem „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Sjá einnig: Tók leynileg gögn með sér til Flórída Verið er að fara nákvæmlega yfir hvaða skjöl voru í þeim fimmtán kössum sem um er að ræða og er búist við því að yfirferðinni ljúki í næstu viku. Washington Post vísar nú í tilkynningu frá Trump þar sem hann segir Þjóðskjalasafnið ekki hafa „fundið“ neitt. Þeim hafi verið færð skjölin í hefðbundnu og eðlilegu ferli sem væri í samræmi við lög. Þá gagnrýndi Trump blaðamenn fyrir að gefa í skyn að Trump ynni í skjalasafni, þegar hann var að gera aðra hluti. Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa einnig leitt í ljós að starfsmenn Hvíta húss Trumps skrásettu ekki margt af því sem þeir gerðu og notuðu óopinberar leiðir og forrit til að sinna opinberum störfum, sem þeir mega ekki gera. Erfið vika Síðasta vika hefur reynst Trump mjög erfið, lagalega séð. Það er þá fyrir utan möguleg brot hans á lögum um varðveislu opinberra gagna. Fyrst lýstu forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtækisins Mazars USA því yfir að þeir standi ekki lengur við fjárhagsskýrslu sem gerðar voru fyrir fyrirtæki Trumps á undanförnum árum og slitu öllum tengslum við fyrirtækið og Trump. Þessar fjárhagsskýrslur voru meðal þess sem Trump notaði til að verða sér út um lán í gegnum árin en fyrirtæki hans er til rannsóknar hjá yfirvöldum í New York vegna gruns um að framin hafi verið banka- og skattsvik. Skýrslurnar byggðu á upplýsingum sem fyrirtækið fékk frá Trump og Trump Org. Þær voru grundvöllur lánveitinga sem saksóknarar rannsaka varðandi það hvort Trump hafi beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. Sjá einnig: Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Þá komst dómari í New York að þeirri niðurstöðu í vikunni að Trump yrði að mæta í skýrslutöku vegna áðurnefndra rannsókna. Enn einn dómarinn neitaði þar að auki að fella niður lögsókn þingmanna Demókrataflokksins og lögregluþjóna gegn honum vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Einn sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna sagði að þó þessi vika hefði verið slæm fyrir Trump, yrðu næstu vikur verri. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður sagt fréttir af því að forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins hefðu tilkynnt flutning gagnanna til Dómsmálaráðuneytisins. Það staðfesti Þjóðskjalasafnið einnig í bréfi til þingmanna. Í síðustu viku sagði Washington Post meðal annars frá því að meðal skjalanna sem Trump tók með sér hafi verið skjöl merkt sem „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Sjá einnig: Tók leynileg gögn með sér til Flórída Verið er að fara nákvæmlega yfir hvaða skjöl voru í þeim fimmtán kössum sem um er að ræða og er búist við því að yfirferðinni ljúki í næstu viku. Washington Post vísar nú í tilkynningu frá Trump þar sem hann segir Þjóðskjalasafnið ekki hafa „fundið“ neitt. Þeim hafi verið færð skjölin í hefðbundnu og eðlilegu ferli sem væri í samræmi við lög. Þá gagnrýndi Trump blaðamenn fyrir að gefa í skyn að Trump ynni í skjalasafni, þegar hann var að gera aðra hluti. Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa einnig leitt í ljós að starfsmenn Hvíta húss Trumps skrásettu ekki margt af því sem þeir gerðu og notuðu óopinberar leiðir og forrit til að sinna opinberum störfum, sem þeir mega ekki gera. Erfið vika Síðasta vika hefur reynst Trump mjög erfið, lagalega séð. Það er þá fyrir utan möguleg brot hans á lögum um varðveislu opinberra gagna. Fyrst lýstu forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtækisins Mazars USA því yfir að þeir standi ekki lengur við fjárhagsskýrslu sem gerðar voru fyrir fyrirtæki Trumps á undanförnum árum og slitu öllum tengslum við fyrirtækið og Trump. Þessar fjárhagsskýrslur voru meðal þess sem Trump notaði til að verða sér út um lán í gegnum árin en fyrirtæki hans er til rannsóknar hjá yfirvöldum í New York vegna gruns um að framin hafi verið banka- og skattsvik. Skýrslurnar byggðu á upplýsingum sem fyrirtækið fékk frá Trump og Trump Org. Þær voru grundvöllur lánveitinga sem saksóknarar rannsaka varðandi það hvort Trump hafi beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. Sjá einnig: Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Þá komst dómari í New York að þeirri niðurstöðu í vikunni að Trump yrði að mæta í skýrslutöku vegna áðurnefndra rannsókna. Enn einn dómarinn neitaði þar að auki að fella niður lögsókn þingmanna Demókrataflokksins og lögregluþjóna gegn honum vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Einn sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna sagði að þó þessi vika hefði verið slæm fyrir Trump, yrðu næstu vikur verri.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53
Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00
Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent