Fótbolti

Oakland Roots staðfestir komu Óttars

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óttar Magnús Karlsson mun leika með Oakland Roots í bandarísku USL-deildinni á komandi tímabili.
Óttar Magnús Karlsson mun leika með Oakland Roots í bandarísku USL-deildinni á komandi tímabili. Paola Garbuio/LaPressex

Bandaríska knattspyrnufélagið Oakland Roots hefur staðfest komu íslenska knattspyrnumannsinns Óttars Magnúsar Karlssonar til félagsins frá Venezia á Ítalíu.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Óttar væri á leið til Bandaríkjanna að spila með Oakland Roots, en nú hefur það endanlega verið staðfest af bandaríska B-deildarfélaginu að leikmaðurinn mun ganga í raðir félagsins.

Óttar magnús gengur til liðs við Oakland Roots á láni frá Venezia á Ítalíu eins og áður segir, en hann var á láni hjá C-deildarliðinu Siena þar í landi.

Hann er uppalinn hjá Víkingum og hefur skorað 21 mark í 42 leikjum í efstu deild hér á Íslandi. Hann fór ungur út til Hollands þar sem hann lék með Ajax og Sparta Rotterda.

Óttar kom svo aftur heim til Íslands áður en hann fór út á nýjan leik. Í það skiptið fór hann til Noregs þar sem hann lék með Molde og svo Mjällby í Svíþjóð, áður en hann kom heim á ný og lék með Víkingum sumarið 2020.

Haustið sama ár var Óttar svo keyptur til Venezia og þaðan var hann lánaður til Siena. Hann mun nú reyna fyrir sér í USL-deildinni í Bandaríkjunum sem hefst þann 13. mars þegar Oakland Roots mætir Rio Grande Valley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×