„Geggjað gaman að spila svona leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:31 Glódís Perla Viggósdóttir vel á verði í leiknum við Nýja-Sjáland sem tókst varla að skapa sér færi í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum hæstánægð eftir 1-0 sigur Íslands gegn Nýja-Sjálandi í Bandaríkjunum í nótt, í fyrsta leik fótboltalandsliðsins á SheBelieves Cup. „Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
„Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira