Dagný fimmtíu sekúndur að skora sigurmark Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:01 Íslenska liðið fagnar marki Dagnýjar Brynjarsdóttur strax í upphafi leiksins við Nýja-Sjáland. Getty/Omar Vega Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk draumabyrjun í fyrsta leik sínum í SheBelieves Cup í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið vann Nýja-Sjáland, 1-0. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins, í sínum 98. A-landsleik, eftir aðeins 50 sekúndna leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn að markteig og eftir léttan darraðardans tókst Dagnýju að koma boltanum yfir marklínuna. Dagný Brynjarsdóttir scored the fastest goal in #SheBelievesCup history in @footballiceland's tournament win.Could she be the @Visa #SheBelievesCup MVP?Cast your vote on Feb. 23 pic.twitter.com/UZB0cxc6uT— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 18, 2022 Ísland var nálægt því að auka muninn á fyrsta korteri leiksins. Dagný átti hættulegan skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur en þær nýsjálensku björguðu nánast á marklínu, og þær Karólína, Sveindís og Agla María Albertsdóttir fengu allar færi. Leikurinn jafnaðist eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð og Ísland, sem í fyrsta sinn er þátttakandi á SheBelieves Cup, byrjar mótið vel. Næsti leikur er gegn Tékkum seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma en Tékkland gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í nótt. Dagný hefur nú skorað 33 mörk í 98 A-landsleikjum og er þriðja markahæst í sögu landsliðsins á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur (37 mörk) og Margréti Láru Viðarsdóttur (79 mörk). Glódís Perla Viggósdóttir lék einnig sinn 98. A-landsleik og þær Dagný gætu því náð 100 leikja markinu spili þær gegn Tékklandi á sunnudagskvöld og lokaleik mótsins gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags. Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Sif Atladóttir (Ásta Eir Árnadóttir 67.), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir 67.), Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 67.), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Agla María Albersdóttir (Amanda Jacobsen Andradóttir 85.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46.). Fótbolti Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins, í sínum 98. A-landsleik, eftir aðeins 50 sekúndna leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn að markteig og eftir léttan darraðardans tókst Dagnýju að koma boltanum yfir marklínuna. Dagný Brynjarsdóttir scored the fastest goal in #SheBelievesCup history in @footballiceland's tournament win.Could she be the @Visa #SheBelievesCup MVP?Cast your vote on Feb. 23 pic.twitter.com/UZB0cxc6uT— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 18, 2022 Ísland var nálægt því að auka muninn á fyrsta korteri leiksins. Dagný átti hættulegan skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur en þær nýsjálensku björguðu nánast á marklínu, og þær Karólína, Sveindís og Agla María Albertsdóttir fengu allar færi. Leikurinn jafnaðist eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð og Ísland, sem í fyrsta sinn er þátttakandi á SheBelieves Cup, byrjar mótið vel. Næsti leikur er gegn Tékkum seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma en Tékkland gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í nótt. Dagný hefur nú skorað 33 mörk í 98 A-landsleikjum og er þriðja markahæst í sögu landsliðsins á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur (37 mörk) og Margréti Láru Viðarsdóttur (79 mörk). Glódís Perla Viggósdóttir lék einnig sinn 98. A-landsleik og þær Dagný gætu því náð 100 leikja markinu spili þær gegn Tékklandi á sunnudagskvöld og lokaleik mótsins gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags. Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Sif Atladóttir (Ásta Eir Árnadóttir 67.), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir 67.), Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 67.), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Agla María Albersdóttir (Amanda Jacobsen Andradóttir 85.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46.).
Fótbolti Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira