Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. febrúar 2022 19:50 Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. „Flest allir sem að ég tala við og þekki fara allir frekar í bæinn eða eru komnir með lækna í bænum frekar en að fara hingað,“ segir Halldóra Ósk Ólafsdóttari bókari og íbúi í Sandgerði. Hún segist hafa lent í ýmsum erfiðleikum í samskiptum sínum við lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýlegasta dæmið er af syni hennar sem var í tvígang ranglega greindur af mismunandi læknum á HSS eftir að hafa fengið mikil útbrot á allan líkaman og bólgur í andlit. Hann versnaði síðan mjög og loksins þegar Halldóra fór með hann á Barnalæknaþjónustuna í Reykjavík var hann strax sendur upp á Barnaspítala Hringsins, greindur með ofsakláða og útbrot vegna veirusýkingar. Ólafur Friðrik, sonur Halldóru, fékk mikil útbrot eftir veirusýkingu. Sagt að hún sé geðveik Annað dæmi rekur hún eftir að hún hafði lent í bæði bílslysi og því að vera keyrð niður af mótorhjóli á innan við tveimur mánuðum. Þá undirgekkst hún sjúkraþjálfun en eftir hana hafi hún enn fundið fyrir miklum verkjum og leitaði sér aðstoðar hjá fjölda lækna stofnunarinnar. Hún hafi krafist þess að fara í myndatöku og til sérfræðilæknis í gegn um heimilislækni þar. „En hann ákveður að taka mynd og segir: „Já það er bara ekkert að þér. En er einhver saga um geðveiki í fjölskyldunni þinni?“ Og ég bara nei það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni... En hann segir: „Já mér þykir leitt að segja þér það en þú ert bara eitthvað geðveik.““ Halldóra segir uppnefnið á HSS altalað meðal íbúa svæðisins.vísir/sigurjón Halldóra hafi síðan leitað sjálf til sérfræðings sem hafi litið á sömu myndir og greint hana strax með skemmt brjósk í hnjánum. Nýtt Sláturhús Lengi vel var það íþróttahöllin í Keflavík sem gekk undir dálítið óhuggulegu nafni. En nú eru margir íbúanna farnir að nota það nafn yfir hús HSS. „Sláturhúsið, já. Sláturhúsið á Suðurnesjum. Það er bara umtalað,“ segir Halldóra og fleiri sem fréttastofa ræddi við á svæðinu könnuðust vel við þetta uppnefni. Vondri stjórnun um að kenna Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna, kannast við óánægju íbúa með heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Ég held að stjórnunin á þessum spítala sé ekki í samræmi við samfélagið. Og langt frá. Í öllum þjónustukönnunum sem við, sveitarfélagið Reykjanesbær, höfum gert á undanförnum árum kemur í ljós að mesta óánægjan á öllum sviðum er alltaf HSS,“ segir Friðjón. Friðjón segir málið flókið og að sveitarfélög svæðisins hafi lengi talað fyrir umbótum við heilbrigðisráðuneytið sem hafi ekkert gert í málinu.vísir/sigurjón Hann segir heilbrigðisráðherra verða að bregðast við stöðunni. „Spítalinn er hundrað prósent á ábyrgð heilbrigðisráðherra,“ segir Friðjón. „Okkur finnst ráðuneytið ekki taka þessu nógu alvarlega og við vitum ekki alveg hvert stjórnun spítalans er að fara, Í hvaða átt ætla þeir eiginlega að fara?“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. „Flest allir sem að ég tala við og þekki fara allir frekar í bæinn eða eru komnir með lækna í bænum frekar en að fara hingað,“ segir Halldóra Ósk Ólafsdóttari bókari og íbúi í Sandgerði. Hún segist hafa lent í ýmsum erfiðleikum í samskiptum sínum við lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýlegasta dæmið er af syni hennar sem var í tvígang ranglega greindur af mismunandi læknum á HSS eftir að hafa fengið mikil útbrot á allan líkaman og bólgur í andlit. Hann versnaði síðan mjög og loksins þegar Halldóra fór með hann á Barnalæknaþjónustuna í Reykjavík var hann strax sendur upp á Barnaspítala Hringsins, greindur með ofsakláða og útbrot vegna veirusýkingar. Ólafur Friðrik, sonur Halldóru, fékk mikil útbrot eftir veirusýkingu. Sagt að hún sé geðveik Annað dæmi rekur hún eftir að hún hafði lent í bæði bílslysi og því að vera keyrð niður af mótorhjóli á innan við tveimur mánuðum. Þá undirgekkst hún sjúkraþjálfun en eftir hana hafi hún enn fundið fyrir miklum verkjum og leitaði sér aðstoðar hjá fjölda lækna stofnunarinnar. Hún hafi krafist þess að fara í myndatöku og til sérfræðilæknis í gegn um heimilislækni þar. „En hann ákveður að taka mynd og segir: „Já það er bara ekkert að þér. En er einhver saga um geðveiki í fjölskyldunni þinni?“ Og ég bara nei það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni... En hann segir: „Já mér þykir leitt að segja þér það en þú ert bara eitthvað geðveik.““ Halldóra segir uppnefnið á HSS altalað meðal íbúa svæðisins.vísir/sigurjón Halldóra hafi síðan leitað sjálf til sérfræðings sem hafi litið á sömu myndir og greint hana strax með skemmt brjósk í hnjánum. Nýtt Sláturhús Lengi vel var það íþróttahöllin í Keflavík sem gekk undir dálítið óhuggulegu nafni. En nú eru margir íbúanna farnir að nota það nafn yfir hús HSS. „Sláturhúsið, já. Sláturhúsið á Suðurnesjum. Það er bara umtalað,“ segir Halldóra og fleiri sem fréttastofa ræddi við á svæðinu könnuðust vel við þetta uppnefni. Vondri stjórnun um að kenna Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna, kannast við óánægju íbúa með heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Ég held að stjórnunin á þessum spítala sé ekki í samræmi við samfélagið. Og langt frá. Í öllum þjónustukönnunum sem við, sveitarfélagið Reykjanesbær, höfum gert á undanförnum árum kemur í ljós að mesta óánægjan á öllum sviðum er alltaf HSS,“ segir Friðjón. Friðjón segir málið flókið og að sveitarfélög svæðisins hafi lengi talað fyrir umbótum við heilbrigðisráðuneytið sem hafi ekkert gert í málinu.vísir/sigurjón Hann segir heilbrigðisráðherra verða að bregðast við stöðunni. „Spítalinn er hundrað prósent á ábyrgð heilbrigðisráðherra,“ segir Friðjón. „Okkur finnst ráðuneytið ekki taka þessu nógu alvarlega og við vitum ekki alveg hvert stjórnun spítalans er að fara, Í hvaða átt ætla þeir eiginlega að fara?“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira